Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2018 | 05:00

LET: Lokahring hjá Ólafíu og Valdísi frestað vegna eldinga

Hlé var gert að spili á Ladies Classic Bonville mótinu á LET mótaröðinni, vegna eldinga og leik frestað.

Þegar leik var frestað var Ólafía Þórunn T-14  á 1 undir pari og átti eftir að spila 3 holur.

Ólafía er samtals búin að spila á sléttu pari, (80 70 67 (-1) )

Valdís Þóra hins vegar búin að ljúka leik á 12 fyrstu holunum og á því eftir að spila 6 síðustu holurnar.

Valdís Þóra er jöfn 3 öðrum í 3. sæti á samtals 5 undir pari.

Sjá má stöðuna á Ladies Classic Bonville mótinu með því að SMELLA HÉR: