Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2015 | 12:30

LET: Ko, Jutanugarn og Jang leiða á Australia Womens Open – Hápunktar 2. dags

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydia Ko, ásamt þeim Ariya Jutanugarn frá Thaílandi og Ha-Na Jang frá S-Kóreu leiðir á Australian Women´s Open í hálfleik þ.e. eftir 2. keppnisdag í Ástralíu.

Allar eru þær stöllur búnar að spila á samtals 6 undirpari 140 höggum; Ko (70 70); Jutanugarn (69 71) og Jang (71 69).

Ein í 4. sæti er enska Solheim Cup stjarnan Charley Hull 2 höggum á eftir forystukonunum, þ.e. á samtals 4 undir pari.

Tvær deila síðan 5. sæti þ.e. þær Jessica Korda og Amy Yang, báðar á 3 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. hrings Australian Women´s Open SMELLIÐ HÉR: