Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2013 | 20:15

LET: Klatten og Nocera efstar þegar Lacoste mótið er hálfnað

Gamla brýnið  Gwladys Nocera og ein af nýrri kynslóð franska kvenkylfinga Joanna Klatten leiða á „heimavelli“ í Chantaco klúbbnum í Saint-Jean-de-Luz, þegar Lacoste Ladies Open de France er hálfnað.

Báðar eru þær búnar að spila á samtals 10 undir pari, 130 höggum; Klattern (64 66) og Nocera (67 63).

Tveimur höggum á eftir í 3. sæti er Lee Anne Pace frá Suður-Afríku á 8 undir pari.

Þrír frábærir kylfingar deila síðan 4. sætinu: Solheim Cup stjarnan Charley Hull og félagi hennar í evrópska liðinu, Azahara Muñoz frá Spáni ásamt enn einni „heimakonunni“ sem er á toppnum, frönsku fegurðardísinni  Valentine Derrey.  Allar hafa þær spilað á samtals 7 undir pari, hver.

Ýmsar góðar komust ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni en þeirra á meðal eru: skoski kylfingurinn Carly Booth, W-7 módelið finnska Minea Blomqvist og Nikki Garrett frá Ástralíu.

Til þess að sjá stöðuna þegar Lacoste Ladies Open er hálfnað SMELLIÐ HÉR: