Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 16:09

LET: Karen Lunn frá Ástralíu er sigurvegari á Lalla Meryem í Marokkó

Það var hin 46 ára Karen Lunn frá Sydney í Ástralíu, sem bar sigurorð af stúlkunum á Lalla Meryem, sem eru næstum helmingi yngri en hún margar hverjar. Karen varð 46 fyrir 4 dögum síðan en hún er fædd 21. mars 1966.

Karen spilaði lokahringinn yfirvegað og lauk keppni á -12 undir pari, 272 höggum (72 66 68 66). Hún átti 3 högg á þær sem næstar komu…

Tandi Cunningham frá S-Afríku. Mynd: LET.

….en það voru „norska frænka okkar“ Marianne Skarpenord, sem búin var að vera í forystu meira og minna allt mótið og Tandi Cuningham frá Suður-Afríku, en þær stöllur voru á -9 undir pari samtals, þ.e. 275 höggum; Marianne (70 65 71 69) og Tandi (71 70 67 67).

Holly Aitchison. Mynd: LET

Franska stúlkan Jade Schaeffer, sem var efst í gær varð að gera sér að góðu 4. sætið ásamt ensku stúlkunni Holly Aitchison, en þær voru báðar á -7 undir pari, og samtals 277 höggum hver. Slakur lokahringur Jade setti strik í reikninginn hjá henni í dag en hún spilaði „bara“ á +1 yfir pari, sem dugar ekki þegar aðrar eru að spila á – 5 undir pari og örfá högg skilja þær efstu að.

Til þess að skoða úrslitin á Lalla Meryem í Marokkó smellið HÉR: