LET: Karen Lunn frá Ástralíu er sigurvegari á Lalla Meryem í Marokkó
Það var hin 46 ára Karen Lunn frá Sydney í Ástralíu, sem bar sigurorð af stúlkunum á Lalla Meryem, sem eru næstum helmingi yngri en hún margar hverjar. Karen varð 46 fyrir 4 dögum síðan en hún er fædd 21. mars 1966.
Karen spilaði lokahringinn yfirvegað og lauk keppni á -12 undir pari, 272 höggum (72 66 68 66). Hún átti 3 högg á þær sem næstar komu…
….en það voru „norska frænka okkar“ Marianne Skarpenord, sem búin var að vera í forystu meira og minna allt mótið og Tandi Cuningham frá Suður-Afríku, en þær stöllur voru á -9 undir pari samtals, þ.e. 275 höggum; Marianne (70 65 71 69) og Tandi (71 70 67 67).
Franska stúlkan Jade Schaeffer, sem var efst í gær varð að gera sér að góðu 4. sætið ásamt ensku stúlkunni Holly Aitchison, en þær voru báðar á -7 undir pari, og samtals 277 höggum hver. Slakur lokahringur Jade setti strik í reikninginn hjá henni í dag en hún spilaði „bara“ á +1 yfir pari, sem dugar ekki þegar aðrar eru að spila á – 5 undir pari og örfá högg skilja þær efstu að.
Til þess að skoða úrslitin á Lalla Meryem í Marokkó smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024