Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2012 | 14:00

LET: Julie Maissongrosse hefir tekið forystuna snemma á Lalla Meryem í Marokkó

Það eru Frakkar sem eru í efstu sætum snemma dags á Lalla Meryem í Marokkó. Sú sem tekið hefir forystuna er Julie Maissongrosse, en hún kom inn á 67 höggum. Julie fékk 6 fugla og 2 skolla á hringnum og spilaði því á -4 undir pari, 67 höggum á Golf de l´Ocean golfvellinum sem er par-71.

Í 2. sæti sem stendur eru landa hennar Sophie Giquel-Bettan og sænska stúlkan Carin Koch, sem búnar eru að spila á – 2 undir pari, 69 höggum, hvor og nokkrar við það að ljúka leik á sama skori.

Golf 1 verður með stöðufrétt seinna í dag fra Lalla Meryem mótinu í Marokko.

Till þess að fylgjast með gengi stúlknanna á Lalla Meryem, smellið HÉR: