Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2012 | 20:25

LET: Jade Schaeffer leiðir fyrir lokahring Lalla Meryem í Marokkó

Það er franska stúlkan Jade Schaeffer, sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Lalla Meryem í Marokkó. Jade hefir samtals spilað á -8 undir pari, samtals 205 höggum (67 69 69).

Öðru sætinu deila forystukona gærdagsins, Marianne Skarpnord og Karen Lunn frá Ástralíu. Þær eru 1 höggi á eftir Schaeffer, á -7 undir pari, samtals 206 höggum hvor, Marianne (70 65 71) og Karen (72 66 68).

Í 4. sætinu er síðan ítalska stúlkan Stefania Croce á samtals -6 undir pari (70 74 63), en hún átti jafnframt lægsta skor dagsins, glæsileg 63 högg!

Sjá má stöðuna eftir 3. dag á Lalla Meryem í Marokkó HÉR: