Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2015 | 08:00

LET: Herbin og Pedersen efstar e. 3. dag Lacoste Open de France

Það eru danska stúlkan Emily Kristine Pedersen og franska heimakonan Celine Herbin sem eru efstar og jafnar fyrir lokahring Lacoste Open de France og stefnir í einvígi milli þeirra á Chantaco.

Herbin tókst að jafna við Pedersen, sem var í forystu þegar mótið var hálfnað eftir besta hring ferils síns 64 högg.

Herbin spilaði hins vegar 3. hring betur eða á 65 höggum meðan Pedersen var á 68 og er þar með jöfn þeirri dönsku.

Til þess að sjá kynningu á Celine Herbin SMELLIÐ HÉR: 

Þær báðar hafa 4 högga forskot á þær Azahara Muñoz og Pamela Pretswell, sem eru í 2. sæti á 7 undir pari, hvor.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Lacoste Open de France SMELLIÐ HÉR: