Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2022 | 18:00

LET: Hedwall sigraði á Andalucia Costa del Sol Open de España

Það var hins sænska Caroline Hedwall (vinkona og um tíma skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur í Oklahoma State), sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Andalucia Costa del Sol Open de España.

Mótið fór fram dagana 24.-27. nóvember 2022, á Alferini Golf í Benhavis í Andaluciu.

Sigur Hedwall kom eftir bráðabana við hina svissnesku Morgane Metraux, en báðar léku á samtals 18 undir pari.

Caroline Hedwall er fædd 13. maí 1989 og því 33 ára. Hún gerðist atvinnumaður 2010 og hefir á ferli sínum sigraði í 16 atvinnumannsmótum. Þetta er 7. sigur Hedwall á LET og sá fyrsti síðan 2018.

Hin sænska Linn Grant varð í 3. sæti á samtals 17 undir pari og Leonna Maguire í 4. sæti á samtals 16 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Open de España með því að SMELLA HÉR: