Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 17:00

LET: Hall og Madsen leiða í hálfleik Qatar Ladies Open

Það eru þær Lydia Hall frá Wales og danska stúlkan Nanna Koerstz Madsen, sem leiða í hálfleik á móti vikunnar á Evrópumóti kvenna, Qatar Ladies Open.

Báðar hafa þær spilað á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Hall (67 68) og Madsen (69 66).

Nanna sigraði m.a. í lokaúrtökumóti LET 2015 – Sjá má eldri kynningu Golf 1 um Nönnu með því að SMELLA HÉR: 

Jafnar í 3. sæti eru indverski kylfingurinn Aditi Ashok og Annabella Dimmock frá Englandi, báðar aðeins 1 höggi á eftir á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hringi Qatar Ladies Open SMELLIÐ HÉR: