Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2014 | 17:00

LET: Gwladys Nocera sigraði á Hero Women´s Indian Open

Það var franski kylfingurinn Gwladys Nocera sem sigraði á Hero Women´s Indian Open nú fyrr í dag.

Sigur hennar var sannfærandi en hún lék á samtals 11 undir pari (64 72 72) í Delhi Golf Club, og átti 5 högg á næsta keppanda.

Í 2. sæti urðu Fabienne In-Albon frá Sviss, Hyeon Seo Kang frá Thaílandi og Hannah Burke  frá Englandi  á samtals 6 undir pari ; In-Albon  (71 73 69); Burke (71 71 71); Kang (72 72 69).

Heimakonan Vaishavi Sinha, frá Indlandi varð síðan í 5. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Women´s Indian Open SMELLIÐ HÉR: