Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2011 | 16:56

LET: Gwladys Nocera leiðir eftir 3. dag á Sicilian Ladies Italian Open

Það er franska stúlkan Gwladys Nocera, sem er komin í forystu eftir 3. dag Opna sikileyska.  Hún spilaði í dag á glæsilegu skori 66 höggum og fékk m.a. örn á par-5 11. brautina á golfvelli Il Picciolo Golf Club.  Hún er því samtals á -6 undir pari á samtals 138 höggum (72 66).

Í 2. sæti er bandaríski stuðboltinn Christina Kim.  Hún er aðeins 1 höggi á eftir Nocera og sjóðandi heit og til alls líkleg á morgun.

Fjórða sætinu deila franska stúlkan Juliet Greciet og hæst rankaða ítalska stúlkan í mótinu Giulia Sergas, þær eru báðar á -4 undir pari og munar því aðeins 2 höggum á þeim og Nocera.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna sikileyska smellið HÉR: