09/11/2020. Ladies European Tour 2020. Aramco Saudi Ladies International Presented By Public Investment Fund. Royal Greens Golf & Country Club, Saudi Arabia. November 12-15 2020. Gudrun Bjorgvinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2022 | 10:20

LET: Guðrún Brá við keppni í Sádí – fylgist með HÉR

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, tekur þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna, (Ladies European Tour, skammst: LET).

Mótið ber heitið Aramco Saudi Ladies International og fer fram í Royal Greens Golf & Country Club, í Sádí.

Guðrún Brá átti erfiðan dag í gær, þar sem hún spilaði á heilum 9 yfir pari, 81 höggi og er T-91.

Fremur ólíklegt er að hún komist gegnum niðurskurð, því byrjunin hjá henni á 2. hring er ekki góð.

Hún er komin í +2 eftir 4 spilaðar holur. Sem stendur er niðurskurðarlínan við +6 þannig að það er enn sjéns með góðum kafla að vinna upp 5 högg. Það væri frábær árangur hjá Guðrúnu Brá ef hún kæmist gegnum niðurskurð – þó útlitið, sem stendur, sé því miður heldur svart.

Það verður að segjast að þetta er afar sterkt mót og þátttakendur í heimsklassa, m.a. er hin sænska Anna Nordqvist meðal keppenda.

Í efsta sæti eftir 1. dag voru Solheim Cup kylfingurinn enski Georgia Hall og þýski kylfingurinn Sophie Witt, báðar á 3 undir pari, 69 höggum.  Í 2. sæti, 1 höggi á eftir eru síðan Anna Nordqvist og bandarísku kylfingarnir Angel Yin (vinkona Ólafíu Þórunnar) og Lindsey Weaver-Wright, sem allar spila á LPGA.

Fylgjast má með Guðrúnu Brá með því að SMELLA HÉR: