Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2023 | 18:00

LET: Guðrún Brá varð T-61 á Opna belgíska meistaramótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Opna belgíska meistaramótinu, sem er hluti af LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna.

Mótið fór fram dagana 26.-28. maí 2023 í Naxhelet golfklúbbnum í Belgíu.

Þetta var þriðja mótið sem Guðrún Brá spilaði í á 2023 keppnistímabili LET.

Guðrún Brá lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (72 74 73).

Sigurvegari mótsins varð þýski kylfingurinnPatricia Isabel Schmidt, en hún lék á samtals 11 undir pari, 205 höggum (71 68 66).

Sjá má lokastöuna á Opna belgiske meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: GSÍ