Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2022 | 23:59

LET: Guðrún Brá varð T-55 á Magical Kenya Ladies Open

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í móti vikunnar á Evrópumóti kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET): Magical Kenya Ladies Open.

Mótið fór fram í Vipingo Ridge í S-Afríku, dagana 10.-13. febrúar.

Guðrún Brá varð T-55 með skor upp á 16 yfir pari, 304 högg (77 78 72 77).

Sigurvegari mótsins var þýski kylfingurinn Esther Henseleit, en hún lék á samtals 2 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Magical Kenya Ladies Open með því að SMELLA HÉR: