Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2021 | 08:00

LET: Guðrún Brá varð T-50 á Gant Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK tók þátt í Gant Open, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET) dagana 15.-17. júlí.

Mótið fór fram á Aura Golf í Finnlandi.

Guðrún Brá lék á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (77 74 74); átti erfiða byrjun í mótinu, en komst síðan gegnum niðurskurð, sem er glæsilegt! Guðrún Brá deildi 50. sætinu með 4 öðrum kylfingum (varð T-50).

Sigurvegari mótsins varð heimakonan Mathilda Carstren, sem er svo sannarlega að slá í gegn nú í ár.

Carstren lék á samtals 5 undir pari (71 69 68).

Sjá má lokastöðuna á Gant Open með því að SMELLA HÉR: