Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2020 | 11:00

LET: Guðrún Brá og Valdís Þóra luku keppni á NSW Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL luku í dag keppni á Women´s NSW Open í Ástralíu.

Valdís Þóra lauk keppni T-21; lék á samtals 2 yfir pari, 290 höggum (69 69 68 68). Fyrir árangur sinn hlaut Valdís Þóra 2801,5 evrur eða u.þ.b. 390.000 íslenskar krónur.

Guðrún Brá varð i 65. sæti, en hún lék á samtals 22 yfir pari, 210 höggum (77 72 81 80) og hlaut fyrsta tékkann sinn á LET, 630 evrur eða u.þ.b. 90.000 íslenskar krónur.

Sigurvegari á Women´s NSW Open varð sænski kylfingurinn Julia Engström – Sigurskorið var samtals 14 undir pari (69 69 68 68).

Sjá má lokastöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR: