Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 07:45

LET: Guðrún Brá og Valdís Þóra hófu keppni í Ástralíu í nótt

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hófu keppni á Women´s New South Wales (skammst. NSW) Open, móti vikunnar á LET í nótt.

Valdís Þóra lék á sléttu pari, 72 höggum; fékk 4 fugla og 4 skolla og er T-22 eftir 1. dag

Guðrún Brá lék á 5 yfir pari, 77 höggum; fékk aðeins 1 fugl en einnig 6 skolla og er T-99 eftir 1. dag.

Í efsta sæti eru skosku kylfingarnir Michele Thomson og Gemma Dryburgh; báðar á 5 undir pari, 67 höggum, hvor.

Sjá má stöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR: