Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2020 | 08:00

LET: Guðrún Brá og Valdís hófu keppni í Ástralíu í nótt

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru meðal keppenda á Geoff King Motors Australian Ladies Classic Bonville mótinu, sem er mót vikunnar á LET í samvinnu við áströlsku ALPG mótaröðina.

Mótið fer fram í Bonville í Ástralíu, dagana 20.-23. febrúar.

Eftir 1. dag er Guðrún Brá T-73, en hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Á 1. hring sínum í mótinu fékk Guðrún Brá 3 fugla og 5 skolla.

Valdís Þóra er  T-126, en hún lék á 5 yfir pari, 77 höggum.

Efst eftir 1. dag er bandaríski kylfingurinn Lauren Stephenson, sem lék á 6 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: