Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2023 | 18:00

LET: Guðrún Brá náði ekki niðurskurði á Jabra Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Jabra Open, móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (ens: Ladies European Tour, skammst.: LET).

Mótið fór fram dagana 11.-13. maí 2023 á Evían golfstaðnum í Frakklandi, þar sem Evían risamótið er haldið.

Guðrún Brá lék fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (76 74) og var aðeins 2 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð, sem miðaðist við 6 yfir pari eða betra.

Það var hin gríðarsterka, sænska Linn Grant, sem sigraði í mótinu á samtals 9 undir pari, 204 höggum (68 67 69).

Sjá má lokastöðuna á Jabra Open með því að SMELLA HÉR: