Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 16:00

LET: Guðrún Brá með keppnisrétt á sterkustu kvenmótaröð Evrópu!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tryggði sér í dag, með glæsilegum hætti, keppnisrétt á sterkustu kvenmótaröð Evrópu, ens.: Ladies European Tour (skammst.: LET).

Hún er 2. Keiliskonan og 4. íslenski kvenkylfingurinn til þess að komast á LET. Stórglæsileg!!! Hinar sem komist hafa á LET á undan Guðrúnu Brá eru: Ólöf María Jónsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem spilar enn á mótaröðinni. Íslendingar eiga því a.m.k. 2 íslenska kvenkylfinga í mótum LET 2020; þar sem eru Guðrún Brá og Valdís Þóra og e.t.v. einnig Ólafíu Þórunni, sem gæti komist inn í einhver mót og þá eru íslensku kvenkylfingarnir 3. Ólafía Þórunn hefir þó gefið út að hún ætli að einbeita sér á 2. deildinni í Bandaríkjunum, þ.e. Symetra Tour, 2020.

Guðrún Brá varð T-10, þ.e. deildi 10. sætinu með 8 öðrum kvenkylfingum og er því í hópi þeirra 20 í Evrópu, sem hljóta þátttökurétt á flest mót LET. Hún er í flokki 8a en einungis 5 efstu kylfingarnir fá þátttökurétt í öllum mótum LET.

Þetta er stórt og flott hjá Guðrúnu Brá, eins og hennar er von og vísa!!!

Golf 1 óskar Guðrúnu Brá innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur – það eru allir að springa af stolti og það verður sko fylgst með Guðrún Brá á LET 2020, hér á Golf1.

Golf 1 mun jafnframt líkt og á undanförnum árum kynna hinar „Nýju stúlkurnar á LET“ og verður hafist handa með það á morgun.

Fimmti og lokahringurinn á lokaúrtökumótinu, sem fram hefir farið á La Manga svæðinu, 22. – 26 janúar 2020 í Cartagena, Murcia, á Spáni, var spilaður í dag og var Suðurvöllurinn spilaður, en mótið fór einnig fram á Norðurvellinum.

Guðrún Brá lék 5. hring á 2 yfir pari, 75 höggum

Samtals lék hún á 3 yfir pari, 364 höggum (73 69 74 73 75).

Sigurvegari í mótinu varð Amy Boulden frá Wales, en hún lék á samtals 10 undir pari 351 höggi (75 67 74 67 68).

Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumótinu fyrir LET 2020 með því að SMELLA HÉR: