Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2021 | 05:00

LET: Guðrún Brá lauk keppni T-67 á Sotogrande

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfngur úr GK, lék lokahringinn á Aramco Series – Sotogrande á 76 höggum.

Mótið fór fram dagana 5.-7. ágúst 2021 á Sotogrande, Andaluciu, Spáni.

Samtals lék Guðrún Brá á 9 yfir pari, 225 höggum (72 77 76) og varð T-67.

Alison Lee frá Bandaríkjunum hafði yfirburði á mótinu (15 undir pari) – sigraði með 5 högga mismun á næsta keppanda, Asleigh Buhai frá S-Afríku (10 undir pari), sem síðan átti enn 3 högg á hina þýsku Karolin Lampert (7 undir pari), sem varð þriðja.

Sjá má lokastöðuna á Aramco Series – Sotogrande mótinu með því að SMELLA HÉR: