
LET: Guðrún Brá komst inn á lokaúrtökumótið Ragnhildur Kristins úr leik
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, luku leik í dag á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.
Guðrún Brá lék hringina fjóra á 4 höggum yfir pari samtals (72-77-73-70) og endaði hún í 20. sæti og komst þar með inn á lokaúrtökumótið. Lokahringurinn var besti hringur Guðrúnar þar sem hún lék á tveimur höggum undir pari.
Ragnhildur lék hringina fjóra á +14 samtals og endaði hún jöfn í 81. sæti. Ragnhildur lék á (71-77-72-82) og hefði hún þurft að leika á +10 samtals til þess að komast inn á lokaúrtökumótið.
Keppt var á 1. stigi úrtökumótsins dagana 10.-13. desember og var leikið á tveimur völlum á Real Golf La Manga Club á Spáni. Úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina hefur farið fram á Norður- og Suður völlunum á La Manga.
Alls tóku 156 keppendur þátt á 1. stigi úrtökumótsins og komast 62 efstu áfram inn á lokaúrtökumótið. Keppendur sem eru voru í sæti nr. 62 komast inn á lokaúrtökumótið.
Lokaúrtökumótið fer fram á sama svæði dagana 17.-20. desember 2022.
Á lokaúrtökumótinu má gera ráð fyrir að keppendur verði um 130 en í fyrra fengu 23 efstu keppendurnir keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Gera má ráð fyrir að svipaður fjöldi fái keppnisrétt eftir lokaúrtökumótið 2022.
Mynd og texti: GSÍ
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023