Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2022 | 18:00

LET: Guðrún Brá komst inn á lokaúrtökumótið Ragnhildur Kristins úr leik

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, luku leik í dag á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.

Guðrún Brá lék hringina fjóra á 4 höggum yfir pari samtals (72-77-73-70) og endaði hún í 20. sæti og komst þar með inn á lokaúrtökumótið. Lokahringurinn var besti hringur Guðrúnar þar sem hún lék á tveimur höggum undir pari.

Ragnhildur lék hringina fjóra á +14 samtals og endaði hún jöfn í 81. sæti. Ragnhildur lék á (71-77-72-82) og hefði hún þurft að leika á +10 samtals til þess að komast inn á lokaúrtökumótið.

Keppt var á 1. stigi úrtökumótsins dagana 10.-13. desember og var leikið á tveimur völlum á Real Golf La Manga Club á Spáni. Úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina hefur farið fram á Norður- og Suður völlunum á La Manga.

Alls tóku 156 keppendur þátt á 1. stigi úrtökumótsins og komast 62 efstu áfram inn á lokaúrtökumótið. Keppendur sem eru voru í sæti nr. 62 komast inn á lokaúrtökumótið.

Lokaúrtökumótið fer fram á sama svæði dagana 17.-20. desember 2022.

Á lokaúrtökumótinu má gera ráð fyrir að keppendur verði um 130 en í fyrra fengu 23 efstu keppendurnir keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Gera má ráð fyrir að svipaður fjöldi fái keppnisrétt eftir lokaúrtökumótið 2022.

Mynd og texti: GSÍ