Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2022 | 09:45

LET: Guðrún Brá hefir lokið keppni á Joburg Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, var nú rétt í þessu að ljúka keppni á Joburg Ladies Open.

Mótið fór fram í Modderfontein golfklúbbnum, í Jóhannesarborg, S-Afríku, dagana 24.-26. mars 2022.

Guðrún Brá lék á samtals 9 yfir pari, 228 höggum  (77 74 77).

Ekki er ljóst á þessari stundu hver sætistalan hennar er en hún deilir sæti með a.m.k. 1 annari (Söruh Hauber frá Austurríki, sem einnig hefir lokið keppni á 9 yfir pari).  Þær eru sem stendur einhvers staðar í kringum 60. sætið, en sætistalan getur breyst, þar sem ekki allar hafa lokið keppni

Sjá má stöðuna á Joburg Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Guðrúnar Brár er Investec South African Women’s Open, sem fram fer 30. mars – 2. apríl 2022 í Steenberg golfklúbbnum, í Höfðaborg, S-Afríku.