Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2022 | 10:15

LET: Guðrún Brá bætti sig um 3 högg á 2. degi Joburg Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK hefir lokið 2. hring sínum í Joburg Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Hún spilaði 2. hring á 74 höggum og bætti sig þar með um 3 högg frá því á 1. hring.

Samtals er hún því búin að spila á 5 yfir pari, 151 höggi (77 74).

Hún dansar á niðurskurðarlínunni, því sem stendur er áætlað að þær komist einmitt áfram, sem spilað hafa á samtals 5 yfir pari eða betur.

Margar eiga hins vegar eftir að ljúka hringjum sínum, þannig að sú staða gæti enn breyst – Golf 1 vonar það besta – að Guðrún Brá hafi komist í gegn og fái að spila lokahringinn í mótinu á morgun!!!

Fylgjast má með stöðunni á Joburg Ladies Open með því að SMELLA HÉR: