Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 22:30

LET: Georgia Hall sigraði á Aramco Saudi Ladies International

Það var enski Solheim Cup kylfingurinn Georgia Hall, sem stóð uppi sem sigurvegari á Aramco Saudi Ladies International.

Georgia lék á samtals 11 undir pari, 277 höggum (69 69 68 71).

Hún átti heil 5 högg á næsta keppendur, þær Jóhönnu Gustavsson frá Svíþjóð og Kristynu Napoleaovu frá Tékklandi, sem deilu 2. sætinu (samtals á -6).

Í 4. sæti varð hin danska Emily Pedersen (samtals á -5) og í 5. sæti Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda frá Spáni (samtals á -4).

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var meðal keppenda, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Mótið fór fram dagana 17.-20. mars 2022 í Royal Greens Golf & Country Club, í Sádí-Arabíu.

Sjá má lokastöðuna í Aramco Ladies Saudi International með því að SMELLA HÉR: