Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2022 | 11:00

LET: Fylgist með Guðrún Brá við keppni HÉR

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með á móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET).

Mótið heitir Big Green Egg Open og fer fram í Rosendaelsche golfklúbbnum, dagana 14.-17. júlí 2022.

Guðrún Brá kom í hús á 1. degi á 8 yfir pari, 78 höggum og á erfitt verk fyrir höndum í dag, því niðurskurður miðast sem stendur við samtals 3 yfir pari eða betra.

En það er ekkert útilokað og gaman að fylgjast með Guðrúnu Brá, sem farin er út og búin að spila 3 holur á 2. hring þegar þetta er skrifað!

Sjá má stöðuna á Big Green Egg Open með því að SMELLA HÉR: