Sophie Giquel-Bettan
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2015 | 07:30

LET: Fylgist með 2. hring ISPS Handa Ladies European Masters – Úrslit 1. dags

Kvenkylfingarnir á ISPS Handa Ladies European Masters sem er mót vikunnar á LET og fer fram í Buckinghamshire golfklúbbnum á Englandi eru allir mjög jafnir.

Eftir 1. dag er franski kylfingurinn Sophie Giquel-Bettan efst; lék á 6 undir pari, 66 höggum.

Fast á hæla hennar eru Josephine Janson frá Svíþjóð, Nontaya Srisawang frá Thailandi og Ashleigh Simon frá Suður-Afríku á 67 höggum og síðan koma stórir hópar kylfinga sem eru á 68 og 69 og því stefnir í spennandi og jafna keppni.

Heimakonan Charley Hull er t.a.m. ein af 7 sem spilaði á 68 og er T-5 eftir 1. dag og Leona Maguire, annar írsku golfsnillings- tvíburanna er ein af 10 sem spilaði á 69 og er T-13.

Annar hringur ISPS Handa Ladies European Masters stendur nú yfir – fylgist með! …. með því að SMELLA HÉR: