Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2011 | 10:45

LET: Frances Bondad sigraði á Sanya Ladies Open

Nú um helgina fór fram mót á Evrópumótaröð kvenna: Sanya Ladies Open í Yalong Bay Golf Club í Hainan, Kína.

Hin ástralska Frances Bondad, sem var 2 höggum á eftir Pan Yan Hong frá Kína fyrir lokahringinn, sigraði með glæsihring upp á 67 högg meðan Pan Yan átti afleitan lokhring upp á 72 högg og fór við það niður í 3. sætið, sem hún deildi með Asleigh Simon frá Suður-Afríku, samtals  3 höggum á eftir Bondad.

Frances Bondad gerir teygjuæfingar á 1. teig fyrir lokahringinn góða á Sanya Ladies Open í Kína.

Frances Bondad var á samtals -11 undir pari, þ.e. samtals 205 höggum (68 70 67).  Í 2. sæti, aðeins höggi á eftir varð hin skoska Vicky Laing, á samtals -10 undir pari, 206 höggum (69 69 68).

Þetta er 1. sigur hinnar 23 ára Frances Bondad frá Greystanes í New South Wales á Evrópumótaröð kvenna. Hún náði fugli á lokaholunni í Yalong Bay Golf Club meðan Vikki Laing fékk skolla og þar skildi milli feigs og ófeigs. Þannig að Bondad tók heim sigurtékkann upp á € 30.000,- og 3 ára undanþágu til þess að spila á LET.

„Þetta er bara tilfinning óraunveruleika,” sagði Frances Bondad, sem brosti eyrnanna á milli eftir sigurinn. „Ég er ekki enn búin að ná þessu.“

Til þess að sjá önnur úrslit á Sanya Ladies Open smellið HÉR: