LET: Frances Bondad sigraði á Sanya Ladies Open
Nú um helgina fór fram mót á Evrópumótaröð kvenna: Sanya Ladies Open í Yalong Bay Golf Club í Hainan, Kína.
Hin ástralska Frances Bondad, sem var 2 höggum á eftir Pan Yan Hong frá Kína fyrir lokahringinn, sigraði með glæsihring upp á 67 högg meðan Pan Yan átti afleitan lokhring upp á 72 högg og fór við það niður í 3. sætið, sem hún deildi með Asleigh Simon frá Suður-Afríku, samtals 3 höggum á eftir Bondad.
Frances Bondad var á samtals -11 undir pari, þ.e. samtals 205 höggum (68 70 67). Í 2. sæti, aðeins höggi á eftir varð hin skoska Vicky Laing, á samtals -10 undir pari, 206 höggum (69 69 68).
Þetta er 1. sigur hinnar 23 ára Frances Bondad frá Greystanes í New South Wales á Evrópumótaröð kvenna. Hún náði fugli á lokaholunni í Yalong Bay Golf Club meðan Vikki Laing fékk skolla og þar skildi milli feigs og ófeigs. Þannig að Bondad tók heim sigurtékkann upp á € 30.000,- og 3 ára undanþágu til þess að spila á LET.
„Þetta er bara tilfinning óraunveruleika,” sagði Frances Bondad, sem brosti eyrnanna á milli eftir sigurinn. „Ég er ekki enn búin að ná þessu.“
Til þess að sjá önnur úrslit á Sanya Ladies Open smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024