
LET: Frances Bondad sigraði á Sanya Ladies Open
Nú um helgina fór fram mót á Evrópumótaröð kvenna: Sanya Ladies Open í Yalong Bay Golf Club í Hainan, Kína.
Hin ástralska Frances Bondad, sem var 2 höggum á eftir Pan Yan Hong frá Kína fyrir lokahringinn, sigraði með glæsihring upp á 67 högg meðan Pan Yan átti afleitan lokhring upp á 72 högg og fór við það niður í 3. sætið, sem hún deildi með Asleigh Simon frá Suður-Afríku, samtals 3 höggum á eftir Bondad.
Frances Bondad var á samtals -11 undir pari, þ.e. samtals 205 höggum (68 70 67). Í 2. sæti, aðeins höggi á eftir varð hin skoska Vicky Laing, á samtals -10 undir pari, 206 höggum (69 69 68).
Þetta er 1. sigur hinnar 23 ára Frances Bondad frá Greystanes í New South Wales á Evrópumótaröð kvenna. Hún náði fugli á lokaholunni í Yalong Bay Golf Club meðan Vikki Laing fékk skolla og þar skildi milli feigs og ófeigs. Þannig að Bondad tók heim sigurtékkann upp á € 30.000,- og 3 ára undanþágu til þess að spila á LET.
„Þetta er bara tilfinning óraunveruleika,” sagði Frances Bondad, sem brosti eyrnanna á milli eftir sigurinn. „Ég er ekki enn búin að ná þessu.“
Til þess að sjá önnur úrslit á Sanya Ladies Open smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023