
LET: Felicity Johnson sigraði á Lacoste Open
Það var enska stúlkan Felicity Johnson, sem stóð uppi sem sigurvegari á París International golfvellinum, hafði betur í umspili gegn hinni ítölsku Díönu Luna, sem hafði forystuna í gær.
Þetta var sagan að endurtaka sig fyrir aumingja Díönu Luna því hún tapaði fyrir 11 mánuðum síðan fyrir nöfnu Felicity Johnson þ.e. Trish Johnson í umspili á sama velli.
Eftir venjulegan leiktíma voru Felicity og Díana jafnar, báðar búnar að spila hringina 4 á mótinu á – 14 undir pari, samtals 274 höggum; Díana (69 68 67 70 ) og Felicity (68 70 69 67).
Felicity Johnson er 24 ára frá Halesowen, nálægt Birmingham á Englandi. Hún var að vonum ánægð að hafa bikarinn með sér heim til Bretlands og svo sigurlauninn…. tékk upp á € 37.500,- (þ.e. tæpar 6,2 milljónir íslenskra króna).
Í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir þeim Felicity og Díönu var W-7 módelið finnska Minea Blomqvist.
Fjórða sætinu deildu franska stúlkan Lucie Andre og landa Mineu, finnska stúlkan Kaisa Ruuttila, (sem búin er að standa sig frábærlega á mótum undanfarið og virðist aðeins tímaspursmál hvenær hún sigrar í einu).
Stefanie Michl og Cassandra Kirkland, sem eru búnar að verma 1. sætið undanfarna daga, héldu ekki haus, hrundu niður skortöfluna, Michl lauk leik á -9 undir pari; varð í 12. sæti og Kirkland var -7 undir pari og deildi 16. sætinu með Connie Chen frá Suður-Afríku.
Til þess að sjá úrslitin á Lacoste Open smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023