
LET: Felicity Johnson sigraði á Lacoste Open
Það var enska stúlkan Felicity Johnson, sem stóð uppi sem sigurvegari á París International golfvellinum, hafði betur í umspili gegn hinni ítölsku Díönu Luna, sem hafði forystuna í gær.
Þetta var sagan að endurtaka sig fyrir aumingja Díönu Luna því hún tapaði fyrir 11 mánuðum síðan fyrir nöfnu Felicity Johnson þ.e. Trish Johnson í umspili á sama velli.
Eftir venjulegan leiktíma voru Felicity og Díana jafnar, báðar búnar að spila hringina 4 á mótinu á – 14 undir pari, samtals 274 höggum; Díana (69 68 67 70 ) og Felicity (68 70 69 67).
Felicity Johnson er 24 ára frá Halesowen, nálægt Birmingham á Englandi. Hún var að vonum ánægð að hafa bikarinn með sér heim til Bretlands og svo sigurlauninn…. tékk upp á € 37.500,- (þ.e. tæpar 6,2 milljónir íslenskra króna).
Í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir þeim Felicity og Díönu var W-7 módelið finnska Minea Blomqvist.
Fjórða sætinu deildu franska stúlkan Lucie Andre og landa Mineu, finnska stúlkan Kaisa Ruuttila, (sem búin er að standa sig frábærlega á mótum undanfarið og virðist aðeins tímaspursmál hvenær hún sigrar í einu).
Stefanie Michl og Cassandra Kirkland, sem eru búnar að verma 1. sætið undanfarna daga, héldu ekki haus, hrundu niður skortöfluna, Michl lauk leik á -9 undir pari; varð í 12. sæti og Kirkland var -7 undir pari og deildi 16. sætinu með Connie Chen frá Suður-Afríku.
Til þess að sjá úrslitin á Lacoste Open smellið HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi