Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2012 | 10:00

LET: Evrópumótaröð kvenna „trés chic“!

 

Í næsta mánuði, mars heldur Evrópumótaröð kvenna (skammst. LET = Ladies European Tour) upp á allt sem er chic þ.e. smart upp á frönsku eða „trés chic“ mjög smart!„Chic“ er eitt af gildum Evrópumótaraðarinnar og þegar næsta mót á LET fer fram 2.-4. mars n.k. sem er WORLD LADIES CHAMPIONSHIP í Mission Hills í Hainan í Kína, þá verða veitt 3 TÍSKU VERÐLAUN (nokkuð sem er e.t.v. gaman að taka upp á einstaka móti hér!!!)

Þ.e. á heimsmóti kvenna í Kína verða veitt aukaverðlaun í höggleik einstaklinga meðal atvinnumanna annars vegar og áhugamanna hins vegar fyrir best klædda kylfinginn og svo líka veitt verðlaun fyrir best klædda liðið eftir hefðbundna verðlaunaafhendingu. Mission Hills hefir komið fram með þessi nýju verðlaun til að „auka áhugann og auka á skemmtunina.“

Þann 5.-11 mars verður síðan DEN BOSCH GOLF FASHION WEEK í Hollandi. Hollenski LET kylfingurinn Chrisje de Vries mun keppa á 9 holu móti þar sem ekki er bara keppt um að ná besta skorinu á vellinum heldur eru þátttakendur líka dæmdir eftir hversu „chic“ þeir eru.

Þann 22. mars hefst annað mótið á dagskrá LET í mars: LALLA MERYEM CUP í Golf de L’Ocean í Agadir í Marokkó og stendur til 24. mars. Þetta er þriðja árið í röð sem mót bæði Evrópumótaraðar karla og kvenna fara fram í sömu borg og munu þátttakendur taka þátt í mörgum „chic“ viðburðum meðan á mótunum stendur.

Í mars hefur líka göngu sína GOLF CHIC: sem er opinbert tímarit LET í Bretlandi, en í því tímariti verður fullt af golffréttum, viðtölum við kylfinga, æfingum fyrir kylfinga, áhugaverðir ferðastaðir fyrir kylfinga, golfútbúnaður og lífstílsgreinar o.fl.

Í mars stendur LET líka fyrir samkeppni á vefsíðu sinni sem ber heitið  MARCH CHIC BY LACOSTE, þar sem aðdáendur geta valið mest „chic“ Lacoste kvenkylfing á mótaröðinni. Hægt verður að kjósa á vefsíðu LETi og einn heppinn kjósandi fær frítt Golf Outfitt frá Lacoste, sem er opinber stuðningsaðili LET.  Lacoste er trés chic!

Heimild: LET