Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 18:10

LET: Erfið byrjun hjá Valdísi Þóru á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, átti afar erfiða byrjun á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino.

Hún kom í hús á 6 yfir pari, 78 höggum og er í einu af neðstu sætunum á mótinu.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 2 fugla en einnig 6 skolla og 1 slæman skramba.

Sem stendur er niðurskurður miðaður við slétt par eða betra og verður Valdís Þóra að eiga kraftaverkahring á morgun eigi hún að komast í gegnum niðurskurð í mótinu.

Sjá má stöðuna á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino með því að SMELLA HÉR: