Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 19:00

LET: Derrey sigraði í Tyrklandi

Það var franska stúlkan Valentine Derrey, sem vann sinn fyrsta titil á LET á Turkish Airlines Ladies Open, nú fyrr í dag, en mótið fór fram í National golfklúbbnum í Belek, Tyrklandi.

Sjá má kynningu Golf 1 á Derrey með því að SMELLA HÉR:

Derrey lék á samtals 7 undir pari, 212 höggum (73 69 70) og átti 2 högg á þá sem næst kom dönsku stúlkuna Malene Jörgensen.

 Í 3. sæti varð Solheim Cup stjarnan Charley Hull, á samtals 4 undir pari.

Tékkneski kylfingurinn Klara Spilkova, sem var í forystu fyrir lokahringinn átti slæman dag, kom í hús á 78 höggum og hafnaði í 6. sæti sem hún deildi með ensku stúlkunni Sophie Walker.

Til þess að sjá lokastöðuna á Turkish Airlines Ladies Open SMELLIÐ HÉR: