Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 20:00

LET: Cristie Kerr m/fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna

Bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr var í forystu frá upphafi til enda á Lacoste Ladies Open de France, og vann síðan fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst.: LET).

Kerr er 19-faldur sigurvegari á LPGA og hvati hennar til sigurs í mótinu var að hún var að spila til stuðnings baráttu gegn krabbameini.

Cristie lék á samtals 17 undir pari, 263 högg (62 64 68 69) og átti 4 högg á næsta keppanda.

Í 2. sæti á 13 undir pari varð kínverki kylfingurinn Xi Yu Lin á 13 undir pari, 267 höggum (68 68 67 64).

Til þess að sjá lokastöðuna á Lacoste Ladies Open de France SMELLIÐ HÉR: