Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2022 | 23:00

LET: Cowan sigraði á Opna indverska

Það var hin þýska Olivia Cowan, sem sigraði á Hero Women´s Indian Open.

Mótið fór fram í DLF GCC í Nýju Delhi, dagana 20.-23. október 2022.

Sigurskor Cowan var 13 undir pari, 275 högg (71 71 65 68).

Olivia Cowan er fædd 9. apríl 1996 í Homburg, Þýskalandi og því 26 ára. Hún er 1,75 m á hæð og 64 kg. Pabbi hennar hefir kennt henni golf frá 3 ára aldri. Frá því að hún gerðist atvinnumaður í golfi 2015 hefir hún sigraði 4 sinnum á atvinnumannsmótum, en þessi sigur var fyrsti sigur hennar á LET.

Cowan átti heil 3 högg á þær Caroline Hedwall og heimakonuna Amandeep Drall, sem voru á 10 undir pari, hvor.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var ekki meðal keppenda.

Sjá má lokastöðuna á Hero Women´s Indian Open með því að SMELLA HÉR: