Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2023 | 18:00

LET: Ciganda sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Flórída

Það var Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda sem sigraði í móti vikunnar (einstaklingskeppni) á Evrópumótaröð kvenna: Aramco Team Series Flórída.

Mótið sem bæði er einstaklingskeppni og liðakeppni.

Það fór fram dagana 19.-21. maí 2023 á Trump International golfvellinum á West Palm Beach.

Sigurskor Carlotu var 2 undir pari, 214 högg (72 69 73) – Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: 

Í liðakeppninni sigraði lið Pauline Roussin og má sjá lokastöðu liðakeppninnar með því að SMELLA HÉR: