Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2011 | 20:00

LET: Christina Kim sigraði á Sicilian Ladies Italian Open

Það var hin bandaríska Christina Kim sem bar sigurorð af öðrum þátttakendum Opna sikileyska.

Christina sigraði nokkuð örugglega, var á samtals -7 undir pari og 209 höggum (70 69 70).

Christina var 4 höggum á undan ítölsku stúlkunni Giuliu Sergas, sem var á samtals -3 undir pari, þ.e. 213 höggum (71 69 73).

„Það var virkilega erfitt í dag og það glitti í allar tennur golfvallarins í rigningunni, vindinum, þrumunum, eldfjallinu og öllu.  Þetta er bara svo ótrúleg tilfinning í augnablikinu,” sagði Christina Kim rétt eftir sigurinn.

Þriðja sætinu deildu ítalska stúlkan Stefanía Croce og sú sem leiddi í gær franska stúlkan Gwladys Nocera, báðar á samtals -2 undir pari, 214 höggum hvor.

Til þess að sjá úrslit eftir 3. dag smellið HÉR: