Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 10:59

LET: Choi og Feng efstar á Buick mótinu í hálfleik

Það eru Shashan Feng frá Kína og  Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu, sem eru efstar í hálfleik á Buick Championship, sem er mót vikunnar á LET.

Leikið er í Qizhong Garden Golf í Shanghai, Kína.

Choi og Feng eru búnar að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum, hvor; Choi (69 68) og Feng (71 66).

Þriðja sætinu deila síðan Xu Yu Lin frá Kína og hin bandaríska Beth Allen, báðar aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum.

Til þess að sjá stöðuna á Buick Championship SMELLIÐ HÉR: