Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2012 | 09:00

LET: Catriona Matthew leiðir eftir 1. hring á Opna írska

Það er hin skoska Catriona Matthew, sem leiðir eftir 1.dag Opna írska. Catriona kom í hús í gær á 5 undir pari, 67 höggum – fékk 8 fugla og 3 skolla.

Í 2. sæti var sú sem var í forystu snemma dags í gær, hin sænska Pernilla Lindberg.  Pernilla var á 4 undir pari, 68 höggum

Í 3. sæti eftir 1. dag er Felicity Johnson frá Englandi á 3 undir pari, 69 höggum.

Síðan eru það 5 stúlkur sem deila 4. sætinu á 2 undir pari, 70 höggum þ.á.m. Sophie Gustafson frá Svíþjóð, sem var í sigursælu Solheim Cup liði Evrópu 2011, en þá var einmitt keppt á Killeen Castle.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Opna írska í dag hjá öllum sterkust kvenkylfingum Evrópu  SMELLIÐ HÉR: