Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 00:05

LET: Caroline Masson efst fyrir lokahringinn í London

Það er enski kylfingurinn Caroline Masson sem er efst fyrir lokahring ISPS Handa Ladies European Masters.

Hún er búin að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (70 67 67).

T-2 eru tælensku kylfingarnir Titiya Plucksataporn og Nontaya Srisawang, 2 höggum á eftir á samtals 10 undir pari,  hvor.

Þrír kylfingar eru T-4 á samtals 8 undir pari hver: Rebecca Artis frá Ástralíu, Ssu-Chia Cheng frá Kína og Leona Maguire frá Írlandi.

Miklar sviptingar eru búnar að vera í þessu móti og enginn kvenkylfingur, sem hefir haft afgerandi forystu.  Það getur því allt gerst á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag ISPS Handa Ladies European Masters SMELLIÐ HÉR: