
LET: Caroline Hedwall tekur þátt í Lacoste Open í Frakklandi
Caroline Hedwall mun reyna að ná 4. sigri sínum á Ladies European Tour (skammst.: LET), í Lacoste Ladies Open, sem hefst í Frakklandi á morgun, eftir eina æsilegustu helgi í kvennagolfinu í Killeen Castle, á Írlandi, þar sem hún átti stóran þátt í að ná Solheim Cup aftur til Evrópu, þegar lið Evrópu vann lið Bandaríkjanna í þessum Ryder kvennagolfsins.
Caroline er enn hátt uppi eftir frumraun sína á Solheim og fyrsta sigurinn fyrir Evrópu í 8 ár, eða frá 2003.
Hún er samt ákveðin að færast ofar á Henderson peningalistanum.
„Síðasta vika er hvatning og ég vil bara spila vel í þessari viku til þess að fá punkta fyrir næsta Solheim Cup. Þetta var bara svo gaman,” sagði nýliðinn (Caroline Hedwall). „Leikurinn hjá mér er góður og ef ég næ góðu spili get ég lyft bikarnum hér.”
Systir Caroline, Jacqueline, sem var kaddý fyrir systur sína á Írlandi er nú aftur farin tilbaka til náms í íþróttastjórnsýslu (ens. Sports Administration) við Louisiana State University og nú er móðir Caroline, Yvonne á pokanum.
„Ég vann í Austurríki án systur minnar, en hún hefir verið mikil hjálp og mamma er aftur komin á pokann núna. Ég vann með henni á pokanum í Slóvakíu. Ég tel að mér geti gengið vel í þessari viku líka. Þetta er góður völlur. Fyrri 9 eru nokkuð blátt áfram en seinni 9 eru flóknari, en mér líkar það: þetta er áskorun,” sagði hún.
Caroline var með báðar fætur á jörðinni þrátt fyrir góðan árangur á túrnum í ár, en hún hefir sigrað í Slóvakíu, Finnlandi og Austurríki og hún útskýrði að hún hreint elskaði það að vinna, fremur en að sjá úrslitin.
„Mér kemur aldrei til með að líða eins og stjörnu. Ég hef bara gaman af því að spila golf,” sagði hún. „Eftir á er ég bara tilfinningalega tóm, vegna þess að allt er yfirstaðið. Mér finnst gaman þegar ég slæ síðasta höggið á 18 og þegar ég þarf að standa mig undir álagi. Það er það sem mér finnst skemmtilegast við að spila golf og keppa. Á eftir, hugsa ég bara, gamanið er búið.”
Meðal keppanda í Frakklandi eru liðsfélagi Caroline í Solheim Cup, Laura Davies, sem og andstæðingur hennar í bandaríska liðinu Christina Kim.
Af frönskum kylfingum sem taka þátt mætti nefna, Jade Schaeffer (sem vann fyrsta LET mótið í Tékklandi nú á árinu). Eins taka þátt: Gwladys Nocera, Sophie Giquel og Virginie Lagoutte-Clement, en þær eru meðal þeirra 19 frönsku stúlkna sem eru meðal 108 keppenda mótsins. Allar vonast þær til þess að verða þær fyrstu til þess að sigra á heimavelli, en síðustu stúlkuni, sem tókst það var Stephanie Arricau árið 2004.
Nocera, sem var nr.1 í Evrópu árið 2008 og hefir verið þrívegis í Solheim Cup liðinu fyrir Evrópu, snýr aftur til Evrópu frá Bandaríkjunum, þar sem hún er heimilisföst, til þess að keppa í heimaríki sínu.
Þetta er í fyrsta skipti síðan 1996 að engin frönsk stúlka hefir verið í liði Evrópu á Solheim Cup og pressan er á Nocera að endurheimta fyrra jafnvægi eftir að hafa unnið sér inn 10 titla á árunum 2006-2008.
Heimild: LET
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024