Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 10:45

LET: Caroline Hedwall sigraði í Indlandi

Nýliðinn á LET og Solheim Cup þátttakandinn 2011, sænska stjarnan Caroline Hedwall, er svo sannarlega búin að slá í gegn í ár á LET. Og nú bætir hún enn einni rósinni í hnappagatið á Páfuglavellinum í Nýju Dehli á Indlandi. Caroline Hedwall sigraði í dag á Hero Women´s Indian Open! Caroline er í einu orði sagt: „Frábær!“ Fyrir sigurinn hlaut hún € 33.750,-

Caroline Hedwall lauk leik í dag á -12 undir pari, samtals 204 höggum (67 68 69). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir varð Pornanong Phatlum frá Thaílandi á -10 undir pari, 206 höggum (67 69 70). Í 3. sæti varð síðan Becky Morgan frá Wales á -8 undir pari, samtals 208 höggum (70 69 69).

Til þess að sjá úrslit á Hero Women´s Indian Open smellið HÉR: