Camilla Lennarth
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 19:00

LET: Camilla Lennarth sigraði Opna slóvakíska

Sænski kylfingurinn Camilla Lennarth vann nú um helgina sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröð kvenna (LET) þ.e. á móti LET í síðustu viku, Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT.

Mótið fór fram í Grey Bear golfklúbbnum í Talé, Slóvakíu.

Sigur Lennarth var sannfærandi en hún var á samtals 11 undir pari, 277 höggum (70 72 69 66).

Hin enska Melissa Reid var í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir þ.e. á  7 undir pari, 281 höggi (75 68 71 67).

Þriðja sætinu deildu skoski kylfingurinn Sally Watson og hin enska Hannah Ralph á samtals 3 undir pari, hvor, þannig að sést hversu miklir yfirburðir Lennarth voru.

Til þess að sjá lokastöðuna á Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT SMELLIÐ HÉR: