Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2020 | 18:00

LET: Boulden sigraði á Sviss Ladies Open – Guðrún Brá og Ólafía náðu ekki niðurskurði

Það var hin Amy Boulden frá Wales, sem sigraði á Sviss Ladies Open, sem fram fór dagana 10.-12. september 2020 og lauk í gær.

Mótsstaður var Golfpark Holzhäusern í Sviss.

Sigurskor Amy var samtals 17 undir pari, 199 högg (70 65 64).

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR voru báðar á meðal þátttakenda, en komust hvorugar í gegnum niðurskurð.

Sjá má lokastöðuna á VP Bank Sviss Ladies Open með því að SMELLA HÉR: