Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2012 | 09:15

LET: Booth, Michl, Koch og Westrup efstar eftir 1. dag Uni Credit í München

Það eru hin skoska Carly Booth, hin austurríska Stefanie Michl og sænsku stúlkurnar Carin Koch og Caroline Westrup, sem voru efstar og jafnar eftir 1. dag Uni Credit í München.  Allar léku þær á -5 undir pari á golfvelli Golfpark Gut Häusern.

Í 2. sæti voru m.a. hin tékkneska Klara Spilkova og hin sænska Pernilla Lindberg, sem báðar spiluðu á -4 undir pari.

Önnur umferð er hafin.  Sem stendur þegar þetta er ritað (kl. 9:15) hefir Pernilla Lindberg tekið forystuna er komin í -9 undir par eftir 9 holur á 2. hring.  Margar eiga eftir að ljúka leik og t.a.m. eiga Michl og Koch eftir að fara út.

Til þess að sjá stöðuna á Uni Credit Ladies German Open smellið HÉR: