Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2016 | 01:30

LET: Boineau með sinn fyrsta titil á Opna skoska

Franski kylfingurinn Isabelle Boineau vann sinn fyrsta titil á LET á Opna skoska í gær, sunnudaginn 24. júlí 2016.

Isabelle lék á samtals 11 undir pari, 205 höggum (70 67 68).

Boineau er fremur óþekktur kylfingur, en sjá má eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti varð sænski kylfingurinn Linda Wessberg aðeins 1 höggi á eftir.  Þriðja sætinu deildu hin bandaríska Beth Allen og Becky Morgan frá Wales, sem um tíma var í forystu á mótinu; báðar á 9 undir pari og í 5. sæti varð Íslandsvinurinn Caroline Hedwall á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: