Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 20:45

LET: Beth Allen með sinn fyrsta sigur!

Bandaríska stúlkan Beth Allen sigraði á ISPS Handa Ladies European Masters mótinu, sem fram fór í Buckinghamshire golfklúbbnum í London.

Allen lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (71 70 68 67) og lék eins og sést sífellt betur eftir því sem leið á mótið.

Á hæla hennar kom annar írsku golfsnillinganna Leona Maguire aðeins 1 höggi á eftir og landaði hún 2. sætinu.

Tælenska stúlkan Nontaya Srisawang varð síðan í 3. sæti á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Ladies European Masters mótinu  SMELLIÐ HÉR: