Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 13:00

LET: Becky Brewerton leiðir í Suzhou eftir 1. dag

Í dag, 28. október 2011, hófst Suzhou Taihu Open mótið í Suzhou, í Kína. Það er Becky Brewerton frá Wales, sem leiðir eftir 1. dag á -5 undir pari, 67 höggum. Becky fékk 6 fugla og 1 skolla á frábærum hring.

í 2. sæti eru 6 stúlkur þ.á.m Yani Tseng, allar á 68 höggum. T-8 eru síðan 4 stúlkur: Caroline Hedwall frá Svíjóð; Tan Ling Ling, frá Kína; Veronica Zorzi frá Ítalíu og Stacy Lee Bregman frá Suður-Afríku allar á -3 undir pari, 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Suzhou Taihu Open smellið HÉR: