Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2012 | 19:00

LET: Anne-Lise Caudal í 1. sæti á Opna skoska

Í dag hófst í Aberdeen á Skotlandi, Aberdeen Asset Management Ladies Skotish Open eða bara Opna skoska kvennamótið.

Það er franska stúlkan Anne-Lise Caudal sem leiðir eftir 1. hring en hún var á -5 undir pari, 67 höggum.  Anne-Lise fékk 7 fugla og 2 skolla á hringnum.

Öðru sætinu deila hin ástralska Sarah Kemp og hin bandaríska Hannah Jun, báðar 1 höggi á eftir Caudal, þ.e. spiluðu á 68 höggum.

Fjórða sætinu deila 8 stúlkur, þ.á.m. heimakonan Carly Booth en allar hafa stúlkurnar 8 spilað á 69 höggum.

Það er hins skoska Catriona Matthews sem á titil að verja.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Opna skoska kvennamótsins smellið HÉR: