Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 12:00

LET: Amy Boulden nýliði ársins

Það var Amy Boulden frá Wales, 21 árs, sem varð nýliði ársins á Evrópumótaröðinni árið 2014.

Boulden tókst að verða T-24 á Omega Dubai Ladies Masters og þar með gulltryggði hún sér titilinn „nýliði ársins á Evrópumótaröð kvenna“ gagnvart helstu samkeppni hennar; þ.e. skosku stúlkunni Sally Watson og Nicole Broch Larsen frá Danmörku.

Fyrir vikið hlaut Boulden forláta demantsarmbandsúr frá Omega.

„Þetta hefir verið virkilega frábært fyrsta keppnistímabil á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour, skammst.: LET),” sagði Boulden ánægð, en hún sigraði m.a. á Association Suisse de Golf Ladies Open á LET Access s.l. maí

Boulden var einn af þeim kylfingum sem gekk hvað best á LET í ár, en hún varð 4 sinnum meðal efstu 10 í mótum sem hún spilaði í þ.á.m. náði hún 2. sætinu í Lacoste Ladies Open de France.

Hún varð í 3. sæti á the Sberbank Golf Masters í Tékklandi, í 4. sætinu á Ladies German Open presented by Marriott og í 10. sæti á Tenerife Open de España Femenino.

Á keppnistímabilinu vann Boulden sér inn €83,982.17, og varð þar með í 18. sætinu á peningalistanum, 5 sætum ofar en helsti keppninauturinn Watson.

„Það var eitt af markmiðum mínum þegar ég varð atvinnumaður í golfi að verða nýliði ársins. Ég hélt samt að það yrði erfitt þetta árið þar sem ég var ekki með fullan spilarétt. Ég var ekki viss um í hversu mörgum mótum ég yrði að spila, en það hjálpaði að byrja árið vel.  Það er virkilegur heiður að vinna þennan heiðurstitil og komast meðal þeirra sem unnið hann kvenna á borð við Lauru Davies,  Anniku Sörenstam og Charley Hull.