Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2016 | 10:00

LET: Amelíu hlakkar til að spila á Sanya Open

Bandaríska kylfingnum Amelíu Lewis , 25 ára, hlakkar til að spila á Sanya Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna og hefst nú á fimmtudaginn á Yalong Bay í Kína.

Lewis hefir spilað í 5 ár á Evróputúrnum.

Yalong Bay er e.t.v. langt frá Jacksonville, Flórida, þar sem Lewis á heima en henni finnst hún bara vera eins og heima hjá sér í Yalong Bay golfklúbbnum þar sem 7. mót  Sanya Ladies Open hefst í Hainan, Kína, n.k. fimmtudag.

Lewis var jöfn í 1. sætinu eftir opnunarhring upp á 67 á síðasta ári og lauk keppni þá í 8. sæti í mótinu.

Hún á fullt af jákvæðum minningum frá mótinu og hefir nýverið náð 4. sætinu á Xiamen International Ladies Open, þannig hún er uppfull sjálfstrausti:  „Mér líkar virkilega við völlinn og finnst virkilega þægilegt að vera hér. Þetta er alveg eins og Flórída vellirnir eru þannig að mér finnst eins og ég sé heima hjá mér og ég spila full sjálfstrausts og leikurinn minn er góður. Hann var góður í  Xiamen. Mér finnst eins og ég geti bætt hann. Ég hef sigrað nokkrum sinnum  áSun Coast Tour í Flórida, en ég er með fullt af 2. sætis áröngrum á Symetra og LET þannig að ég vil sigra! Það væri frábært ef hann kæmi hér.“

Lewis deildi hótelherbergi með Anne Van Dam  á Xiamen International Ladies Open og þær spiluðu æfingahring í  Yalong Bay golfklúbbnum s.l. sunnudag, þar sem báðar fengu fullt af fuglum.

Lægsti hringur Lewis er 9 undir pari, 63 högg og hann kom árið  2014 á RACV Ladies Masters, en hún bætti við: „Ég held að við munum sjá mikið af fuglum. Flestar par-5 holurnar eru viðráðanelgar og maður kemst ansi nálægt og þarf ekki mikið fleygjárn. Mér líður eins og við munum sjá lág skor hér.“

Á síðasta ári sigraði Xi Yu Lin á Sanya Open 2. árið í röð á skori upp á samtasls 13 undir pari þ.e. í 54 holu móti og árið áður sigraði Lin á samtals 14 undir pari.  Lewis verður því að spila eins vel og hún getur á öllum hringjum sínum til þess að stöðva hina 20 ára Lin frá því að hljóta 3. titil sinn í röð á Sanya Open, á heimavelli.

Meðal 126 þátttakenda mótsins eru 5 sigurvegarar sem voru að vinna 1. sigur sinn á árinu á LET m.a.. Anne Van Dam og Nuria Iturrios, og Solheim Cup kylfingarnir Gwladys Nocera og Caroline Hedwall, sem og Celine Herbin, Ssu-Chia Cheng og Connie Chen.

Það eru 7 kylfingar, sem tóku þátt í Ólympíuleikunum m.a.  Lin sem á titil að verja, en hún fékk m.a. sögulegan ás í Ríó.  Þessir 7 kylfingar eru: Klara Spilkova, Ashleigh Simon, Chloe Leurquin, Christine Wolf og Victoria Lovelady.

Frammistaða Lewis hefir farið batnandi eftir að hún náði sér eftir gallblöðruuppskurð s.l. janúar.

Lewis byrjaði árið á LET með því að taka þátt í mótum á Nýja Sjálandi og Ástralíu og síðan eftir að spila um tíma á LPGA sneri hún aftur á risamótið Ricoh Women’s British Open, og varð síðan tvívegis í 12. sæti á mótum í Þýskalandi og Sviss.

Það var virkilega sárt að spila í Nýja-Sjálandi og ég varð að spara orkuna, en ég vildi spila vegna þess að þetta er eitt af uppáhalds mótum mínum,“ útskýrði Amelía.

Í byrjun var þetta erfitt vegna þess að í Ástralíu var erfitt að spila vegna þess að það var erfitt að ganga.  Magavöðvarnir voru sárir og ég gat hvorki gengið hratt né andað djúpt. Ég var í endurhæfingu og varð að breyta um mataræði. Þetta var mikil aðlögun. Maður gerir sér ekki grein fyrir að maður notar magavöðvana í allt m.a. það að fara fram úr rúminu.“

Eftir uppskurðinn og eftir smá aðlögun skipti ég um þjálfara – er með Brian Mogg nú og finnst ég stöðugri. Ég er heilbrigð og finnst ég hafa bætt sveiflu mínu og spila betur.“

Amelía Lewis er ein af 3 sem spilar á Evróputúrnum en hinar eru Beth Allen og Katie Burnett.

Amelía lauk viðtalinu með því að segja: „Ég elska Evrópu … ég elska mótaröðina og fólkið og ég á fullt af góðum vinum hér. Ég elska að ferðast og sjá nýja staði. Og um Sanya bætti hún við: „Ef ég yrði að vera í fríi í Kína þá myndi ég vilja vera hér vegna þess að það er svo fallegt hér. Þetta er paradís.“

Sjöunda Sanya Ladies Open er 3 hringja mót sem hefst nú á fimmtudaginn 27. október og lýkur laugardaginn 29. október 2016.